12 (3988 eftir)

Varúð: Færsla dagsins hefst á hugleiðingu um hundaskít og endar á hugleiðingu um söl.

Það er ekki til fyrirmyndar að hunda(skíts)pokarnir okkar eru og hafa ætíð verið úr plasti. Týr er búinn að gera stykkin sín á okkar vegum í 9 ár, það þýðir að um 6.570 hundapokar hafa farið í ruslið, hver og einn með 4-6 hundaspörðum. Það tekur þessa pokka 100 ára að brotna niður í náttúrunni, þeir elstu eiga ennþá 91 ár eftir. Vissulega er hægt að kaupa umhverfisvænni poka, sumar tegundir eru úr niðurbrjótanlegum plastefnum og svo er a.m.k. ein tegund (BioBag sem fæst m.a. í Hríseyjarbúðinni) sem er sögð brotna fullkomlega niður, enn hraðar en innihaldið. En ég hef aldrei haft mig eftir þessari vöru, bara keypt þá poka sem Bónus, Krónan og Nettó hafa boðið upp á í hvert og eitt skipti.

Ég var að spjalla við starfsfélaga minn um daginn um þetta heillandi umræðuefni; hann er sérstaklega vel að sér um umhverfismál og var fljótur að þagga niður í mér með ábendingu um að plastpokarnir væru ekki veigamesti þáttúrinn í umhverfismengunn labradorshunds.

Áttu við … byrjaði ég að segja en ákvað að botna ekki hugsunina sem félaginn hafði verið of prúður til að tjá, hann lét sér bara nægja að útskýra að gæludýr heimsins bæru líka sína ábyrgð á hinum krefjandi CO 2 vanda.

Ja … hann er nú orðinn 9 ára, tautaði ég með sjálfum mér, á ekki svo langt eftir.

Og þá var það, líklega til að létta mér aðeins lundina, að félaginn bætti við að fyrir meira en ári síðan hefði mönnum tekist að þróa nýja gerð af fóðurbæti handa húsdýrum sem dregið gæti úr kolefnisropi þeirra (eða aftansöng) um allt að 99%. Undraefnið í fóðurbætinum eru söl, ef ég skil þetta allt rétt.

Mér þóttu þetta góðar fréttir. Og nú bíð ég bara eftir að sjá þessa vöru í hundahillunni í hverfisbúðinni. Þangað til ætla ég að freista þess að fá Tý minn til að tyggja söl. Líklega nota ég sömu aðferð og Þorgerður beitti á Egil Skallagrímsson forðum daga. Byrja á að tyggja þau sjálfur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s