17 (3983 eftir)

CarbFix aðferðin við að dæla CO 2 úr Hellisheiðavirkjun niður í jarðlögin á Hellisheiði er nú kynnt í auglýsingum frá Orku náttúrunnar með slagorðinu: Við breytum gasi í grjót. Ég vakti athygli á því hér um daginn að búnaðurinn sem þarna er notaður er þó ekki að dæla niður nema um þriðjungi af útblæstri virkjunarinnar. Það er vissulega betra en ekkert. En betur má ef duga skal. Ég hef átt í bréfaskiptum við fólk sem þekkir vel til þessa verkefnis og í einu svari sem ég fékk sagði meðal annars:

„Ég fór að hugsa um verðmætin sem felast í því að vera með fyrstu sporlausu virkjun í heiminum. Væri ekki draumur að versla við slíka virkjun? Það leiddi huga minn að annarri hugsun: Við erum oft spurð hvort fólk geti kolefnsjafnað sig og keypt niðurdælingu hjá okkur. Auðvitað virkar það kannski ekki beint þannig, en væri það samt ekki eitthvað ef fólk myndi borga fyrir flugin sín með því „kolefnisjafna“ sig hjá CarbFix og við gætum á móti hraðað uppbyggingu að gashreinsistöðvum? Orðið fyrr sporlaus. … Hellisheiðarvirkjun getur auðveldlega orðið „sporlaus“ með því að byggja stærri lofthreinsistöð. Við eigum niðurdælingarholur þar sem hægt væri að dæla mun meira niður. Ef við myndum leysa CO2 í öllu vatni sem dælt er niður við virkjunina gætum við fangað og bundið milljón tonn af CO2 ef það væri til staðar (sbr við þessi 35.000 tonn sem virkjunin losar á ári).“

Slagorðið: „Við breytum gasi í grjót“ kallast með nokkrum hætti á við ýmis ummæli sem þingmenn létu hafa eftir sér í fyrri viku þegar Alþingi hafði samþykkt að banna burðarpoka úr plasti í verslunum, frá og með árinu 2021. Þegar ég las um þessa samþykkt (sem má m.a. rekja til þingsályktunar sem var lögð fyrst fram árið 2013) hugsaði ég með mér: Afhverju bara þessar plastumbúðir? Afhverju að bíða til ársins 2021? Hverju erum við bættari með að bera heim í taupoka plastinnpökkuðu agúrkunum frá Sölufélagi garðyrkumanna?

Mér sýnist að mörg (öll?) þeirra spora sem verið er að taka í umhverfismálum séu hænuskref, jafnvel sýndaraðgerðir sem fela öðru fremur í sér falska friðþægingu. Svolítið eins og þegar alkhólistinn segist stoltur vera hættur að drekka rauðvín og hvítvín en heldur áfram að detta í það um hverja helgi með því að slátra kippum af bjór eða tæma úr nokkrum vískífleygum. Og, já, svolítið eins og þegar ég ákvað að hætta að borða nautakjöt en er ennþá með kindakjöt á matseðlinum.

Coda: Alþingi samþykkir bann við plastpokum en hirðir ekkert um „að losun á koldíoxíði hér á landi muni aukast um rúm 10 prósent ef starfsemi verður hafin á ný í kísilverksmiðjunni í Helguvík“, svo ég vitni aftur í grein þriggja ungra vísindamanna sem staðið hafa í ströngu við þróun CarbFix aðferðarinnar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s