Ég tek þær inn til skiptis, góður fréttirnar af aðgerðum og nýjum möguleikum í loftlags- og menungarmálum, og slæmu fréttirnar um þær afleiðingar sem brölt okkar mannanna er búið að (og mun) hafa á hitastig á jörðinni, súrnun sjávar, dauða heilu dýrategundanna og …
Í dag las ég frétt um nýtt samstarf íslenskra stjórnvalda og atvinnurekenda um aðgerðir í loftlagsmálum (kannski eru útgerðarmenn að átta sig á því hvaða áhrif hækkandi sjávarhiti, súrnun og plastmengun geti haft á veiðilendur þeirra?) og aðra frétt um fund fjármálaráðherra heimsins um aðgerðir í loftlagsmálum (páfinn var á svæðinu og stappaði stálinu í Bjarna og hina í fjárhirðana). Þetta voru dæmi um góðar fréttir (vona ég).
Ég las líka erlenda grein sem var slegið upp með orðunum: „We’ve created a civilisation hell bent on destroying itself – I’m terrified“. Höfundur var James Dyke, kennara við Háskólann í Exeter en hann segir að vekjaraklukkan hans hafi hringt fyrir um átta árum síðan (mín hringdi fyrir um 3 vikum, til samanburðar), þegar hann spjallaði við reynslubolta sem starfaði hafði lengi í samþjóðlegri nefnd um loftlagsmál (lesist: hamfarahlýnun). Sá hafði fullyrt árið 2011 að meðalhiti jarðkúlunnar myndi hækka um að minnsta kosti 3 gráður á næstu áratugum. Báðir gerðu sér grein fyrir þeim hrikalegum afleiðinum sem þetta hefði fyrir milljónir manna. „Þær munu deyja,“ sagði nefndarmaðurinn með þreytulegt eða afsakandi bros á vörum.
Í grein sinni ræðir Dyke vítt og breitt um umhverfismálin, eins og þau blasa við okkur nú um stundir, og það verður að segjast eins og er að hann er ekki eins upplitsdjarfur og bjartsýnn og ég leyfði mér að vera í lokin á pistli gærdagsins. Og lausnirnar sem hann reifar eru alls ekki til þess fallnar að auka manni kraft og þor. „Perhaps the way out from fatalism and disaster is an acceptance that humans may not actually be in control of our planet,“ skrifar hann meðal annars.
Í framhaldi kallar hann eftir gjörbreyttri heimssýn mannkynsins; að við hættum að hugsa um okkur sem einstaklinga, um mannkynið sem sérstaka dýrategund eða jörðina sem uppsprettu framleiðslu og auðs. Hvernig væri það nú, spyr hann, ef við litum þess í stað á okkur sem frumur eða þætti í gríðarlega flóknu lífkerfi heimsins. Slíkur hugsunarháttur myndi í raun umbylta algjörlega hugmyndum okkar um lífsgæði og köllun eða hlutverk okkar sem einstaklinga. Líkilega er best að ég vitni beint í þennan ágæta mann:
„This would be the vital first step that could lead to a broader outlook that encompasses more than humans. For example, the mainstream economic attitude about trees, frogs, mountains, and lakes is that these things only have value if they provide something to us. This mindset sets them up as nothing more than resources to exploit and sinks for waste. What if we thought of them as components or even our companions in the complex Earth system? Questions about sustainable development then become questions about how growth in the technosphere can be accommodated with their concerns, interests, and welfare as well as ours. This may produce questions that seem absurd. What are the concerns or interests of a mountain? Of a flea? But if we continue to frame the situation in terms of “us against them”, of human well-being trumping everything else in the Earth system, then we may be effectively hacking away the best form of protection against a dangerously rampant technosphere. And so the most effective guard against climate breakdown may not be technological solutions, but a more fundamental reimagining of what constitutes a good life on this particular planet. We may be critically constrained in our abilities to change and rework the technosphere, but we should be free to envisage alternative futures. So far our response to the challenge of climate change exposes a fundamental failure of our collective imagination.“
Hér er kominn ögrandi efniviður í stefnuskrá hins nýja róttæka íslenska umhverfisflokks sem mér skilst að sé verið að stofna þessa stundina einhvers staðar við Víðimel. Hér á árum áður var talað af velþóknun um íslenskan stjórnmálamann sem „vin litla mannsins“. Hugsanlega er nú kominn tími til að fram á vettvang stjórnmálanna stígi „vinir móður Jarðar“.