11 (3989 eftir)

Ágætur kunningi minn birti í morgun þarfa hugleiðingu á netinu um hve ófrjótt það er að ráðast á brýn úrlausnarefni í umhverfismálum úr pólitískum skotgröfum. Hann er ósammála þeim sem fullyrða að eina leiðin til að snúa við óhóflegri neyslu, sóun og mengun sé að strauja yfir kapítalismann á jörðinni (svolítið eins og þegar maður … Halda áfram að lesa 11 (3989 eftir)

10 (3990 eftir)

"Þau eru framtíðin," sagði einn málkunningi minn, fullur aðdáunar og stolts, fyrir fáum dögum. Hann var að tala um börnin okkar. Ég hafði sagt honum frá samræðum okkar Valgerðar á Jótlandi fyrir tæpum tveimur vikum og það hafði komið í ljós að hann átti einnig dóttur sem hafði hugsað mikið um umhverfismál og reynt, af … Halda áfram að lesa 10 (3990 eftir)

9 (3991 eftir)

Bíltúrinn okkar Valgerðar um nyrsta hluta Jótlands fyrir liðlega viku var í alla staði dásamlegur en þurr jarðvegurinn og visin tré (sem hér og þar var verið að höggva niður) minntu okkur á hvað óvenjulegir þurrkar síðasta sumars gengu nærri þessu einstaka landbúnaðarsvæði. Það hefur líka haft sitt að segja að vorið 2019 hefur verið … Halda áfram að lesa 9 (3991 eftir)

8 (3992 eftir)

Þá er helgin að baki og þó að ég hafi látið dagbókarskrifin vera þá hélt ég áfram að velta fyrir mér stóru spurningunni: Er ég tilbúinn að draga verulega úr flugferðum mínum um heiminn næsta áratug, náttúrunni og væntanlega mannkyninu til hagsbóta? Valgerður sendi mér ábendingu um að vanhugsaða pylsuátið mitt á miðvikudag (sem ég … Halda áfram að lesa 8 (3992 eftir)

3 (3997 eftir)

Marteinn kíkti í heimsókn í gærkvöldi. Hann bauð mig velkominn heim eftir Danmerkurdvölina og spurði hvernig ég hefði haft það. "Fínt sagði ég. Það hefur bara verið svolítið mikið að gera." "Er eitthvað í gangi?" spurði hann. "Ja, ég er svolítið upptekinn við að bjarga heiminum," sagði ég vandræðalega og vísaði í dagbókarfærslurnar mínar tvær … Halda áfram að lesa 3 (3997 eftir)