31 (3969 eftir)

Tveir menn hittast á förnum vegi, annar er stór og útlimalangur, hinn er meðalmaður, á hæð við mig.

Annar: „Ég les af og til dagbókina þína. Þú sagðist hafa verið sérlega montinn með færsluna um Orkuna og manninn í bleika bolnum. Ég skil það vel. Þetta var skemmtileg myndgreining.“

Hinn: „Takk fyrir það.“

Annar: „Gallinn er hins vegar sá að ég á svolítið erfitt með að vera tortrygginn út í Orkuna/Skeljung vegna þess að þau vilja Co2 jafna. Samlíkingin við reykingariðnaðinn er ekki út í hött en mér finnst hún ekki alveg ganga upp. Ég hef samúð með markmiði Orkunnar að bjóða upp á Co2 jöfnun og stefna á vera Co2 hlutlaust fyrirtæki. Góður vilji og ekki eingöngu í gróðraskyni. Sumir stjórnendur hafa fleira að leiðarljósi en peninga þótt þeir séu eins og alltaf hreyfiaflið.“

Hinn: „Ég hrósa þeim hjá Orkunni oftar en einu sinni í pistlinum fyrir góðan vilja en þeir vilja samt greinilega, enn um sinn, bjóða bensínbílaeigendum að kaupa sér góða samvisku. Það voru tvær ljósmyndir í fjórblöðungnum, báðar af afar gömlum bensíngleypum. Fólk horfir á þessa auglýsingu og sér bensín (Benzinn). Best væri auðvitað að kaupa rafmagnsbíl og greiða í Votlendissjóðinn.“

Annar: „Ég er búinn að panta mér rafbíl en mér finnst ekki að maður þurfi að burðast með vonda samvisku. Næstum allt sem við gerum mengar: Fötin sem við göngum í, maturinn sem við borðum, umbúðir sem við kaupum og notum, ruslið sem við hendum, ég get haldið lengi áfram. Ég af öllum hvet til betri samvisku, gerum okkar besta, reynum að finna leiðir, kveljum okkur ekki með vondri samvisku, ofan á allt annað. Og Orkan býður upp á það.“

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s