32 (3968 eftir)

Úrslitaleikur Arsenal og Chelsea í Evrópudeildinni, sem fram fór í Bakú, höfuðborg Aserbaídsjan fyrir rúmri viku síðan var ekkert sérstaklega vel sóttur. Fregnir herma að einhver laus sæti hafi verið fyllt með heimamönnum sem fengu ókeypis miða á síðustu stundu. Breskir áhangendur liðanna kvörtuðu hins vegar yfir því hve dýrt og erfitt væri að ferðast á keppnisstaðinn og sátu því margir heima.

Ýmsir aðrir þættir sem snertu val á þessum keppnisstað voru umdeildir; mannréttindi eru ekki virt sem skyldi af stjórnvöldum í þessu landlukta landi á Kákasusskaga og einn leikmaður Arsenal, Henrikh Mkhitaryan frá Armeníu, treysti sér ekki í þetta langa ferðalag þar sem hann óttaðist um líf sitt (mikil spenna er í samskiptum Armeníu og Aserbjaídsjan um þessar mundir). Og svo má ekki gleyma hinum neikvæðu umhverfisáhrifum sem leikurinn hafði. Flugvélarnar sem fluttu knattspyrnuáhugafólk frá Bretlandseyjum og ýmsum fleiri stöðum til Kákasusfjalla losuð þúsundir tonna af kolefni.

Vafalítið hafa allmargir áhorfendum á vellinum í Bakú notið hinna ríflegu 90 mínútna, og talið þær peninganna virði (og tímans sem fór í ferðalagið fram og til baka). Ég var upptekinn þetta kvöld og sá ekki beina útsendingu frá leiknum en fékk aðalatriðin niðursoðin hér í stofunni heima klukkustund eftir að leik lauk. Ég varði hálfri annarri mínútu í þennan leik og fáeinum aurum (hlutfall kostnaðar vegna nettengingar).

Fjarlægðin milli London og Bakú er 4.647 kílómetrar. Fjarlægðin milli heimavalla Arsenal og Chelsea í London eru 16 kílómetrar. Evrópska knattspyrnubandið ákvað að sjálfsögðu hvar úrslitaleikur Evrópudeildarinnar færi fram löngu áður en ljóst var að tvö lið frá London myndu etja þar kappi. Ýmis rök voru færð fyrir vali á keppnisstaðnum, m.a. þau að það samræmdist stefnu UEFA að breiða út boðskap knattspyrnunnar sem víðast um álfuna. Margir málsmetandi aðilar úr heimi knattspyrnunnar, þar á meðal þjálfari Liverpool, gagnrýndu hins vegar þessa ákvörðun harðlega; hugtök á borð við súrrealísk og kafkísk féllu í þeim umræðum.

Væntanlega er óraunhæft að ætlast til þess að evrópska knattspyrnusambandið velji leikvang úrslitaleiksins með fárra vikna fyrirfara og hafi þá sérstaklega í huga framtíð jarðkringlunnar. Það er engu að síður óumflýjanlegt að umhverfissjónarmið muni í vaxandi mæli móta starfsemi alþjóðlegra íþróttasamtaka á borð við UEFA, FIFA og IHF, og raunar allra annarra alþjóðlegra samtaka, sem ýta undir langferðalög okkar mannfóksins heimshorna á milli til að sækja viðburði sem vara ekki nema í fáeinar klukkustundir og er allt eins hægt að njóta í beinni útsendingu í sjónvarpi.

Líkt og fram kom í ágætri úttekt The Gurardian á þessu efni umhverfissinnar gagnrýnt harðlega það fyrirkomulag sem verður viðhaft í úrslitakeppni Evrópukeppni landsliða næsta sumar: Ákveðið hefur verið að láta áhorfendur flengjast milli landa til að sjá liðin sín leika (væntanlegir keppnisstaðir eru Glasgow & London, Munchen & Búdapest, Amsterdam & Búkarest; Kaupmannahöfn & Pétursborg. Dublín & Bilbaó og síðast en ekki síst Róm og Bakú!).

Sjálfur hyggst ég fylgjast vel með mótinu en sitja sem fyrr kyrr á sama stað (og vera samt að ferðast).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s