88 (3912 eftir)

Á vordögum bárust fréttir af því að plast sem Bretar hefðu samviskusamlega safnað og sent til endurvinnslu hefði safnast upp í Malasíu og valdið þar alvarlegum umhverfisspjöllum. Í framhaldi af þessum fréttum forvitnaðist ég um hvað yrði um það plast sem við Íslendingar sendum í endurvinnslu. Ég komst að því að það hefði undanfarna mánuði (eftir að Kínverjar hefðu hætt að taka við umbúðaplasti) verið sent til Svíþjóðar og væri nú brennt þar (fréttaþátturinn Kveikur varpaði ljósi á þetta mál fyrir nokkru).

Einn fésbókarvinur minn benti mér þó jafnframt á nýlegar fréttir þar sem fram kom að Lýsi hf. hefði fjárfest myndarlega í fyrirtækinu Pure North Recycling sem fæst við það að endurvinna íslenskt plast (þess má geta að Lýsi hf. hefur á liðnum árum þurft að verja milljónum króna í að hreinsa burt úr lýsi svonefnd þalöt sem rekja má til plastmengunar í hafinu). Í viðtalið við Fiskifréttir sagði Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis hf. meðal annars: „Við ætlum að veita fé til að byggja þetta fyrirtæki upp í þá stærð að það geti tekið við öllu plasti sem til fellur hér, að minnsta kosti á Suðvesturhorninu.“

Samkvæmt vef Umhverfisstofnunar er plastúrgangur á hvern íbúa hér á landi um 40 kíló á ári eða alls um 13.000 tonn. Á liðnum misserum hafa einungis 11-13% umbúðarplasts verið endurunnin hér á landi. Tvær leiðir eru færar til að hækka þetta hlutfall. Best er auðvitað að draga sem allra mest úr plastnotkun. Hin leiðin er að auka endurvinnsluna. Þess vegna eru kaup Lýsis hf. á hlut í Pure North fagnaðarefni, spor í rétta átt. Nýjustu fréttir af fyrirtækinu herma að stefnt sé að því að sexfalda afkastagetu þess á næstunni.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s