101 (3899 eftir)

Ein af fréttum vikunnar snerist um áform Bandaríkjaforseta um að kaupa Grænland, önnur af fréttum vikunnar snerist um bráðnun Oksins (í gær var haldin minningarathöfn um hinn horfna jökul). Það eru ákveðin tengsl á milli þessara tveggja frétta. Um það vitnar umfjöllun Morgunblaðsins og fleiri fjölmiðla um áhuga Trumps á Norðurskautinu:

„Trump er bú­inn að sleppa and­an­um úr flösk­unni … Græn­land er ein­fald­lega of mik­il­væg­ur hluti norður­heim­skauts­ins til að fá að halda sinni nú­ver­andi stöðu sem nátt­úru­vernd­ar­svæði með tæp­lega 60.000 íbúa sem ekki geta varið sig sjálf­ir. … Mikilvægi land­fræðilegr­ar legu Græn­lands hafi líka færst í vöxt með bráðnun haf­íss­ins á norður­heim­skauti og opn­un nýrr­ar sigl­inga­leiðar sem bæði Rúss­ar og Kín­verj­ar séu mjög áhuga­sam­ir um.“

Við þetta má bæta að bráðnun Grænlandsjökuls og hafíssins umhverfis landið er að skapa ný tækifæri til olíuvinnslu. Að mati sumra jarðfræðinga sitja Grænlendingar á stærstu ósnertu olíubirgðum heimsins nú um stundir. Fyrir þremur árum setti Journeyman Pictures saman stutta heimildamynd þar sem áhrifum þessarar bráðnunar er lýst, þar á meðal þeirri kaldhæðni sem felst í því að undir ísnum leynast líklega gríðarlegar birgðir af eldsneytinu sem hefur haft hve mest áhrif á loftslag á jörðinni síðustu misseri.

Það lítur, með öðrum orðum, út fyrir að þarna sé háskalegt Pandórubox að opnast og því engin furða að Bandaríkjaforseti sé með auga á því.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s