102 (3898 eftir)

Ég sat á tannlæknastofnunni og blaðaði í Lifandi vísindum, staldraði þar við grein um áhrif loftlagsbreytinga á búsetu og stærð dýrategunda. Samkvæmt viðamiklum mælingum vísindamanna er hækkandi meðalhiti jarðar að reka ýmsar dýrategundir frá miðbaug og í átt að heimskautunum tveimur. Þetta breytir lífkeðjum; menn hafa meðal annars áhyggjur af því að ný rándýr flytji sig um set og fari að brytja niður aðrar dýrategundir sem eru ekki vanar slíkum vörgum. Í annan stað bregðast dýrategundir við hækkandi hita með því að skreppa saman (smá dýr eiga auðveldara með að þola hita en þau stærri) og jafnvel með því að breyta grundvallarþáttum í hegðun sinni (fæða afkvæmi fyrr að vori, svo dæmi sé tekið).

Í Lifandi vísindum voru birtar allmargar ljósmyndir af dýrategundunum sem komu við sögu í umræddri grein, þar á meðal mynd af svörtum hrægömmum. Þeir hafa komið nokkuð við sögu í umfjöllun um áhrif loftlagsbreytinga í Bandaríkjunum (í fyrra og aftur í sumar voru á kreiki sögur um að þeim færi fjölgandi í norðlægum ríkjum vestra og væru í vaxandi mæli farnir að ráðast á lifandi dýr, þar á meðal húsdýr). Því hugsaði ég með mér, í lyftunni eftir heimsóknina til tannlæknisins, hvort sá dagur rynni upp á þessari öld hrægammar næmu land hér á Íslandi og legðust á lömb, kálfa og folöld.

En ég huggaði mig við að þetta verða líklega fremur smávaxnir hrægammar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s