105 (3895 eftir)

Síðustu vikur hef ég verið að bauka í bílskúrnum hérna í kjallaranum, en hann var í raun alveg óinnréttaður og stóðu m.a. steypustyrktarjárn upp úr gólfum og út úr veggjum. Ég hafði metnaðarfull áform í byrjun sumars, hugðist steypa í ófrágengin gólf og veggi, láta breyta vatnslögnum, setja inn klósett og vask, klæða veggi með gipsplötum, setja upp eldhúsinnréttingu og fleira. Þegar upp er staðið tókst okkur Ævari smið einungis að ljúka við fyrsta áfangann en hann fólst að verulegu leyti í að undirbúa steypuvinnuna (það þurfti að hamast á grjóti og steypu með loftbor) og ljúka henni. Næstu skref bíða betri tíma.

Í miðju verkferli okkar var vakin athygli á því í fjölmiðlum að kolefnisspor steypu væri verulegt hér á landi (og raunar hvar sem er í heiminum) en það mætti þó minnka það verulega (jafnvel um helming) með því að láta steypuna harðna hægt og rólega. Hér á landi hefur verið þróuð „loftlagsvæn steypa“ en hún er lítið notuð. Í frétt RÚV um þetta efni um miðjan ágúst sagði meðal annars:

„Steypa og önnur sementsblönduð efni eru talin ábyrg fyrir um 5-8% heimslosunar (á CO2). Þau losa margfalt meira en alþjóðaflugið. Sementið er sökudólgurinn en líka það magn sem þarf. Steypa er annað mest notaða efni heims, á eftir vatni.“

Það skaut mér skelk í bringu að lesa þetta; það hafði ekki hvarflað að mér að við Ævar værum að hafa áhrif á loftslag jarðar með steypuvinnunni í kjallaranum. Og fréttin vakti mig líka til umhugsunar um næstu skref verkefnisins. Yrðu þau tekin með hliðsjón af hagsmunum umhverfisins? Nú er verkefnið í bið en ég hyggst nota næstu vikur til að kynna mér betur grænar lausnir í byggingariðnaði. Hér á landi eru ýmis verkefni í gangi sem má læra af. Ég leyfi mér að benda á þrjú spor í rétta átt:

a) Félagasamtökin Grænni byggð hafa það markmið að hvetja til umhverfisvænni búsetu. Þau eru hluti af alþjóðasamtökum sem eru starfrækt í 70 löndum.

b) Verið er að innrétta íbúðir og vinnustofur í gömlu ábyrgðarverksmiðjunni í Gufunesi. Þau sem að verkefninu standa voru í viðtali á RÚV í vikunni; þau hafa það markmið að endurnýta þar byggingarefni úr eldri byggingum sem annars hefði farið á haugana.

c) Hjónin Finnur Sveinsson og Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir reistu nýlega fyrsta umhverfisvottaða íbúðarhúsið á Íslandi. Þau halda úti afar áhugaverðum vef þar sem sagt er frá verkefninu og þeim lærdómum sem má draga af því. Eins er gaman að fylgjast með þeim á samfélagsmiðlum. Hér má sjá Finn ræða verkefnið:

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s