135 (3865 eftir)

Síðustu tíu dagar hafa verið dagar stórtíðinda í umræðu um yfirvofandi umhverfisvá. Sænska stúlkan Greta Thunberg hefur, í félagi við fleira ungt fólk og vísindamenn, nýtt vel tímann í Norður Ameríku til að koma skýrum boðskap næstu kynslóðar á framfæri við stjórnmálamenn heimsins (og í raun okkur hin sem komum þeim til valda með atkvæðum okkar). Ávarp hennar á þingi Sameinuðu þjóðanna um umhverfismál vakti verðskuldaða athygli. Hún bendir þar réttilega á hve öfugsnúið það er að 16 ára unglingur þurfi að fórna æsku sinni í baráttu fyrir framtíð jarðarinnar. „Þið eruð að bregðast okkur,“ segir hún meðal annars, „og ef þið ætlið að halda því áfram munum við ALDREI fyrirgefa ykkur.“ Og hún lýsir þarna einnig með afar fáum og skýrum orðum hve grafalvarleg staðan er.

Svo að segja samhliða birtu þau Greta og George Monbiot (hann er breskur höfundur greina og bóka um umhverfismál) afar áhrifaríkt myndband sem minnir okkur öll á að til sé einföld og þrautreynd leið til að minnka kolefni í andrúmsloftinu:

Líkt og fram hefur komið í þessum dagbókarfærslum mínum hafa ýmsar þjóðir heimsins áttað sig á þessum einfalda sannleika og staðið fyrir átaksverkefnum í skógrækt. Ég nefndi líka að hér á landi væru uppi áform um að auka skógrækt en ég gat þess ekki sérstaklega á þeim tíma að einn flöskuhálsinn á þeirri leið er takmörkuð framleiðslugeta íslenskra gróðrarstöðva.

Hér á árum áður starfræktu skógræktarfélög og Skógrækt ríkisins sínar eigin skógræktarstöðvar en vegna úrskurðar samkeppnisyfirvalda þurftu þessir opinberu og hálfopinberu aðilar að hætta viðkomandi starfsemi. Þrátt fyrir það hefur einkaaðilum á þessum markaði fækkað, að mér skilst, og dýrmæt þekking á þessu sviði glatast. Framleiðslugeta þeirra er í raun fremur takmörkuð.

Við stöndum frammi fyrir neyðarástandi í loftlagsmálum, við höfum mikið landrými til að stækka skóga hér á landi og þurfum að láta hendur standa fram úr ermum sem allra fyrst. Gamall úrskurður samkeppniseftirlitins má ekki tefja fyrir okkur í þessum efnum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s