39 (3961 eftir)

Við höfum fagnað góðviðrisdögum hér í Reykjavík og víðar um land síðustu vikur en ísinn á Norðurheimskautinu hefur bráðnað hratt þessa sömu daga, enn hraðar en dæmi eru um á liðnum áratugum. Meðalhiti á Grænlandi er tugum gráða fyrir ofan meðallag. Og á Indlandi féll líka nýtt hitamet í vikunni, i Delí mældist hitinn 48 gráður á mánudaginn.

Ýmsir spádómar vísindamanna um loftlagsbreytingar næstu ára og áratuga miðast við meðaltöl undanfarina ára og langtímaþróun en fréttir vikunnar gefa, ásamt mörgu öðru, til kynna að jöfnurnar sem eru að baki línuritunum hafi falda í sér veldisvísa. Við erum rækilega minnt á að smávægilegar breytingar í einu horni vistkerfisins geta haft gríðarleg áhrif í öðru horni þess.

Dæmisagan um fiðrildið sem blakar vængjum í einni heimsálfu og veldur fellibyljum í annarri á því miður afar vel við þá vegferð sem jarðarkringlan er á, að verulegu leyti vegna þess sem við mennirnir erum og höfum verið að sýsla við (ekki svo að skilja að mannkynið sé eitthvert smáfiðrildi í lífríkinu).

En sagan af fiðrildinu felur líka í sér von. Lítil skref í rétta átt geta leitt af sér miklar og jákvæðar breytingar. Barátta sænsku unglingsstúlkunnar Gretu Thunberg er skýrt dæmi um það. Hér er ávarp sem hún flutti á vettvangi Sameinuðu þjóðanna fyrir rúmu hálfu ári. „Ég hef lært að maður er aldrei of lítill til að skipa máli,“ segir hún þar meðal annars.

En hún er ekki vongóð, meðan dælt er upp úr jörðinni milljónum tunna af olíu dag hvern. Hún bendir á að vonin komi okkur ekki lönd né strönd. Aðeins aðgerðir skipti máli, og í kjölfar þeirra raunveruleg von að kvikna.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s