112 (3888 eftir)

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur birti nýlega á fésbók sex ráð handa fólki sem vill taka spor í rétta átt í loftlagsmálum. Tilefnið var umfjöllun um skólafæði og kolefnislosun. Listinn rataði fljótlega í fjölmiðla og var greinilegt að Einar væri einkum að ávarpa ungu kynslóðina. Svona líta boðorðin sex út í stuttri og svolítið stílfærði útgáfu. Börn … Halda áfram að lesa 112 (3888 eftir)

111 (3889 eftir)

Ég tók mitt stærsta kolefnisspor á árinu á mánudaginn, flaug frá Reykjavík til Vancourver í Kanada. Kolefnisreiknivélin hjá Kolvið telur að ég hafi losað um 0,7 tonn af kolefni í þeirri ferð og þurfi því að gróðursetja sjö tré sem geti á næstu 60 árum bundið þetta kolefni aftur. Þegar ég flýg aftur heim undir … Halda áfram að lesa 111 (3889 eftir)

105 (3895 eftir)

Síðustu vikur hef ég verið að bauka í bílskúrnum hérna í kjallaranum, en hann var í raun alveg óinnréttaður og stóðu m.a. steypustyrktarjárn upp úr gólfum og út úr veggjum. Ég hafði metnaðarfull áform í byrjun sumars, hugðist steypa í ófrágengin gólf og veggi, láta breyta vatnslögnum, setja inn klósett og vask, klæða veggi með … Halda áfram að lesa 105 (3895 eftir)

102 (3898 eftir)

Ég sat á tannlæknastofnunni og blaðaði í Lifandi vísindum, staldraði þar við grein um áhrif loftlagsbreytinga á búsetu og stærð dýrategunda. Samkvæmt viðamiklum mælingum vísindamanna er hækkandi meðalhiti jarðar að reka ýmsar dýrategundir frá miðbaug og í átt að heimskautunum tveimur. Þetta breytir lífkeðjum; menn hafa meðal annars áhyggjur af því að ný rándýr flytji … Halda áfram að lesa 102 (3898 eftir)

101 (3899 eftir)

Ein af fréttum vikunnar snerist um áform Bandaríkjaforseta um að kaupa Grænland, önnur af fréttum vikunnar snerist um bráðnun Oksins (í gær var haldin minningarathöfn um hinn horfna jökul). Það eru ákveðin tengsl á milli þessara tveggja frétta. Um það vitnar umfjöllun Morgunblaðsins og fleiri fjölmiðla um áhuga Trumps á Norðurskautinu: „Trump er bú­inn að … Halda áfram að lesa 101 (3899 eftir)

94 (3906 eftir)

Fyrir fáeinum dögum vakti ég athygli á því keppnisskapi sem verið er að blása í brjóst einstakra þjóða á sviði skógræktar. Ég nefndi stór skógræktarverkefni sem skipulögð hafa verið í Eþíópíu og á Indlandi og vildi eggja íslensku þjóðina til afreka á þessu sviði. Við Íslendingar erum miklir keppnismenn þegar kemur að alþjóðlegum samanburði, eins … Halda áfram að lesa 94 (3906 eftir)

91 (3909 eftir)

Ungt fólk hefur áhyggjur af heilsufari jarðarinnar og það leitar allra leiða til að tryggja henni og sjálfri sér framtíð. Í fararbroddi fer sænska stúlkan Greta Thunberg en með henni í baráttunni eru þúsundir annarra barna og unglinga. Mig langar til að kynna ykkur fyrir írska drengnun Fionn Ferreira, hann er átján ára gamall og … Halda áfram að lesa 91 (3909 eftir)

89 (3911 eftir)

Í gær kom fram í frétt í Morgunblaðinu að vatnsskortur sé yfirvofandi í 17 löndum heimsins. Tvær skýringar eru nefndar til sögu; hækkandi hiti á jarðarkúlunni og aukin eftirspurn eftir vatni (hún hefur tvöfaldast á síðustu 50 árum). Löndin sem hér um ræðir eru Kat­ar, Ísra­el, Líb­anon, Íran, Jórdan­ía, Líb­ía, Kúveit, Sádi-Ar­ab­ía, Erít­r­ea, Sam­einuðu ar­ab­ísku … Halda áfram að lesa 89 (3911 eftir)