94 (3906 eftir)

Fyrir fáeinum dögum vakti ég athygli á því keppnisskapi sem verið er að blása í brjóst einstakra þjóða á sviði skógræktar. Ég nefndi stór skógræktarverkefni sem skipulögð hafa verið í Eþíópíu og á Indlandi og vildi eggja íslensku þjóðina til afreka á þessu sviði. Við Íslendingar erum miklir keppnismenn þegar kemur að alþjóðlegum samanburði, eins … Halda áfram að lesa 94 (3906 eftir)

91 (3909 eftir)

Ungt fólk hefur áhyggjur af heilsufari jarðarinnar og það leitar allra leiða til að tryggja henni og sjálfri sér framtíð. Í fararbroddi fer sænska stúlkan Greta Thunberg en með henni í baráttunni eru þúsundir annarra barna og unglinga. Mig langar til að kynna ykkur fyrir írska drengnun Fionn Ferreira, hann er átján ára gamall og … Halda áfram að lesa 91 (3909 eftir)

89 (3911 eftir)

Í gær kom fram í frétt í Morgunblaðinu að vatnsskortur sé yfirvofandi í 17 löndum heimsins. Tvær skýringar eru nefndar til sögu; hækkandi hiti á jarðarkúlunni og aukin eftirspurn eftir vatni (hún hefur tvöfaldast á síðustu 50 árum). Löndin sem hér um ræðir eru Kat­ar, Ísra­el, Líb­anon, Íran, Jórdan­ía, Líb­ía, Kúveit, Sádi-Ar­ab­ía, Erít­r­ea, Sam­einuðu ar­ab­ísku … Halda áfram að lesa 89 (3911 eftir)

88 (3912 eftir)

Á vordögum bárust fréttir af því að plast sem Bretar hefðu samviskusamlega safnað og sent til endurvinnslu hefði safnast upp í Malasíu og valdið þar alvarlegum umhverfisspjöllum. Í framhaldi af þessum fréttum forvitnaðist ég um hvað yrði um það plast sem við Íslendingar sendum í endurvinnslu. Ég komst að því að það hefði undanfarna mánuði … Halda áfram að lesa 88 (3912 eftir)

87 (3913 eftir)

Það er vonum síðar að ég tek upp þráðinn í þessari umhverfisdagbók, 40 daga sumarleyfið dróst aðeins á langinn, og því eru liðin ríflega 2% þess tíma sem mannkynið hefur að sögn vísindamanna (og Valgerðar Birnu dóttur minnar) til að bjarga jörðinni frá því að ofhitna. Í millitíðinni hefur Karl Bretaprins reyndar vakið athygli á … Halda áfram að lesa 87 (3913 eftir)