26 (3974 eftir)

"Jafnaðu þig hjá Orkunni" stóð stórum stöfum framan á einu Fréttablaði vikunnar. Forsíðan var lögð undir ljósmynd af gömlum bláum Benz sem í sátu þrjár glaðlegar konur en fyrir utan stóð eldri maður (á mínum aldri eða ríflega það) í bleikum bol. Hann var að dæla bensíni eða díselolíu á tankinn. Neðst á myndinni stóð … Halda áfram að lesa 26 (3974 eftir)

24 (3976 eftir)

Það lá úrklippa úr Morgunblaðinu á morgunverðarborðinu hans pabba í morgun. Þar var reyndar líka að finna brauð, tómata, baunaspírur, salat, ost, smjör og ávaxtasafa. Á meðan við gæddum okkur á því síðarnefnda spjölluðum við um það fyrrnefnda; viðtal við mann á nítræðisaldri sem var nýbúinn að kaupa sér sinn annan rafmagnsbíl. Pabbi hafði klippt … Halda áfram að lesa 24 (3976 eftir)

23 (3977 eftir)

Ég tek þær inn til skiptis, góður fréttirnar af aðgerðum og nýjum möguleikum í loftlags- og menungarmálum, og slæmu fréttirnar um þær afleiðingar sem brölt okkar mannanna er búið að (og mun) hafa á hitastig á jörðinni, súrnun sjávar, dauða heilu dýrategundanna og ... Í dag las ég frétt um nýtt samstarf íslenskra stjórnvalda og … Halda áfram að lesa 23 (3977 eftir)

22 (3978 eftir)

Nýi umhverfisflokkurinn, sem vinur minn rithöfundurinn hyggst stofna, mun væntanlega hafa mun róttækari stefnuskrá í umhverfismálum en Vinstri Grænir. Hann mun hugsanlega taka mið af stefnu Græningjanna í Þýskalandi en einhver mestu tíðindin í úrslitum kosninga til Evrópuþingsins um helgina var góð niðurstaða þeirra (og sumra systurflokka þeirra í öðrum löndum). Flokkur Græningja í Þýskalandi … Halda áfram að lesa 22 (3978 eftir)

19 (3981 eftir)

Líklega gerðu rappararnir á Austurvelli gæfumuninn en slagorðin höfðu líka sín áhrif á það að hádegislúrinn hans Múla Björvins var stuttur í annan endann. Við félagarnir vorum mættir á stéttina við Hallgrímskirkju laust fyrir klukkan tólf til að taka þátt í alþjóðlega loftlagsverkfallinu. Drjúgur hópur barna og unglinga með kröfuspjöld stóð á víð og dreif … Halda áfram að lesa 19 (3981 eftir)

18 (3982 eftir)

Við pöntuðum okkur báðir steinbít, vinur minn rithöfundurinn og ég, þegar við snæddum saman hádegisverð í vikunni. Þjóninn spurði hvort við vildum sjá vínseðilinn en við sögðumst báðir bara vilja vatn. Fiskurinn bragðaðist vel, við gátum ekki fundið að í honum leyndist neinar plastagnir en vissum þó báðir að þær væru líklega á þessum einfalda … Halda áfram að lesa 18 (3982 eftir)

17 (3983 eftir)

CarbFix aðferðin við að dæla CO 2 úr Hellisheiðavirkjun niður í jarðlögin á Hellisheiði er nú kynnt í auglýsingum frá Orku náttúrunnar með slagorðinu: Við breytum gasi í grjót. Ég vakti athygli á því hér um daginn að búnaðurinn sem þarna er notaður er þó ekki að dæla niður nema um þriðjungi af útblæstri virkjunarinnar. … Halda áfram að lesa 17 (3983 eftir)

16 (3984 eftir)

Klukkan var ekki orðin 9 í morgun þegar starfsmaður Sölufélags garðyrkjubænda var búinn að svara fyrirspurn minni frá því í gærkvöldi um hvort plastpökkun á agúrkum væri algjörlega nauðsynleg, Í svarinu, sem var einstaklega alúðlegt, ítarlegt og vel stílað (kannski standard svar sent viðskiptavinum eins og mér?) sagði meðal annars: "Helsta ástæða þess að grænmetinu … Halda áfram að lesa 16 (3984 eftir)