40 (3960 eftir)

Eitt prósent tímans er að baki, ríflega 40 dagar af þeim 4000 sem Valgerður Birna sagði mér í byrjun maí að við hefðum til umráða til að forða lífríkinu á jörðinni frá brotlendingu. Tíminn flýgur áfram og þó svo að ég hafi lesið æðimargar greinar um það hve alvarlegt ástandið er (nú síðast frétt BBC … Halda áfram að lesa 40 (3960 eftir)

39 (3961 eftir)

Við höfum fagnað góðviðrisdögum hér í Reykjavík og víðar um land síðustu vikur en ísinn á Norðurheimskautinu hefur bráðnað hratt þessa sömu daga, enn hraðar en dæmi eru um á liðnum áratugum. Meðalhiti á Grænlandi er tugum gráða fyrir ofan meðallag. Og á Indlandi féll líka nýtt hitamet í vikunni, i Delí mældist hitinn 48 … Halda áfram að lesa 39 (3961 eftir)

38 (3962 eftir)

Mæður sem bera barn undir belti láta flestar reykingar og áfengisdrykkju eiga sig meðan á meðgöngu stendur. Hér er svolítil hugdett: Er frjótt að hugsa um vistsporin okkar í ljósi þeirrar myndar? Er áhrifaríkt að líkja okkur (mannkyninu) við agnarlítið fóstur í móðurkviði sem reykir eins og strompur og drekkur ótæpilega og hefur með því … Halda áfram að lesa 38 (3962 eftir)

33 (3967 eftir)

"Ég er virk í umhverfisbaráttunni, mér er slétt sama hvort þú flokkar ruslið þitt!" skrifar  Mary Annaise Heglar í umhugsunarverðri grein sem birtist fyrir viku síðan á vefritinu Vox. "Hættu að vera með böggum hildar yfir "syndum" þínum í umhverfismálum og beindu fremur orkunni að olíu- og gasfyrirtækjunum." Hún tekur þarna upp efni sem hefur … Halda áfram að lesa 33 (3967 eftir)

32 (3968 eftir)

Úrslitaleikur Arsenal og Chelsea í Evrópudeildinni, sem fram fór í Bakú, höfuðborg Aserbaídsjan fyrir rúmri viku síðan var ekkert sérstaklega vel sóttur. Fregnir herma að einhver laus sæti hafi verið fyllt með heimamönnum sem fengu ókeypis miða á síðustu stundu. Breskir áhangendur liðanna kvörtuðu hins vegar yfir því hve dýrt og erfitt væri að ferðast … Halda áfram að lesa 32 (3968 eftir)

30 (3970 eftir)

"Maður fær samviskubit þegar maður talar við þig um ferðalög," sagði ein samstarfskona mín við mig í gær, "ég er alveg bersyndug". Hún vísaðir þarna óbeint til undirskriftarlista sem við stöndum að, nokkrir háskólakennarar, í þeim tilgangi að hvetja skólayfirvöld til að ýta ekki undir óþarflega margar ferðir starfsmanna til útlanda. Ég bað hana blessaða … Halda áfram að lesa 30 (3970 eftir)

29 (3971 eftir)

Vinur minn einn las síðustu dagbókarfærslu, sem fjallaði um umhverfisstefnu Orkunnar, og benti á að í bakgrunni ljósmyndarinnar af manninum í bleika bolnum framan á fjórblöðungi olíu/orku-fyrirtækisins megi sjá hina sögufrægu Fornhagablokk. "Það sést líka í blokkina mína í bakgrunni," skrifaði þessi vinur minn, "þar starfar sérstök umhverfisnefnd, getur varla verið tilviljun." Í ljós kom … Halda áfram að lesa 29 (3971 eftir)

26 (3974 eftir)

"Jafnaðu þig hjá Orkunni" stóð stórum stöfum framan á einu Fréttablaði vikunnar. Forsíðan var lögð undir ljósmynd af gömlum bláum Benz sem í sátu þrjár glaðlegar konur en fyrir utan stóð eldri maður (á mínum aldri eða ríflega það) í bleikum bol. Hann var að dæla bensíni eða díselolíu á tankinn. Neðst á myndinni stóð … Halda áfram að lesa 26 (3974 eftir)