89 (3911 eftir)

Í gær kom fram í frétt í Morgunblaðinu að vatnsskortur sé yfirvofandi í 17 löndum heimsins. Tvær skýringar eru nefndar til sögu; hækkandi hiti á jarðarkúlunni og aukin eftirspurn eftir vatni (hún hefur tvöfaldast á síðustu 50 árum). Löndin sem hér um ræðir eru Kat­ar, Ísra­el, Líb­anon, Íran, Jórdan­ía, Líb­ía, Kúveit, Sádi-Ar­ab­ía, Erít­r­ea, Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæmin, San Marínó, Barein, Indland, Pak­ist­an, Túrk­men­ist­an, Óman og Botsvana. Frétt blaðsins byggir á nýlegri skýrslu World Resources Institu­te en í henni eru taldir upp ýmsir þættir til að spyrna gegn vaxandi vatnsskorti. Einn þátturinn er endurvinnsla vatns: „Við þurf­um að hætt að hugsa um frá­rennslis­vatn sem úr­gang,“ seg­ir í skýrsl­unni.

Það er forvitnilegt að setja þessa skýrslu í samband við fregnir um bráðnun jökla sem mun á næstu árum og áratugum hækka yfirborð sjávar. Í byrjun sumars varaði aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna heimsbyggðina við alvarlegum afleiðinum þessarar þróunar; hann sagði allt útlit fyrir að yfirborð sjávar myndi almennt hækka um einn metra áður en öldin væri úti en á vissum svæðum gæti hækkunin raunar orðið fjórfalt meiri.

Er mögulegt að leysa þessi tvö vandamál hvort með öðru? Víða um heim hafa vísindamenn um langa hríð leitað leiða til að breyta söltum sjó í drykkjarvatn. Árangurinn hefur valdið vonbrigðum; ferlið hefur reynst afar dýrt og þar að auki valdið mengun. Meðal þeirra rannsóknarhópa sem hafa náð forvitnilegum árangri á þessu sviði á síðustu misserum er einn starfandi við Háskólann í Manchester sem hefur skapað grafín-sigti sem getur gagnast í þessu augnarmiði. Annar rannsóknarhópur í Tórínó á Ítalíu er að þróa enn ódýrari aðferð sem byggir á að nota sólarljós til að ná saltinu úr sjónum.

Í vikunni bárust síðan lygilegar fregir af blómlegum vatnsbúskap í Kenía á vegum aðgerðarhóps sem kallast GivePower en hann hefur undanfarið ár verið að breyta söltu vatni í hreint drykkjarvatn með aðstoð sólarljóss. Afkastagetan á þessum bæ eru 75.000 lítrar af vatni á dag (sem er drykkjarþörf 25.000 einstaklinga). Hér er kynningarmyndband verkefnisins:

Eru þetta spor í rétta átt?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s