95 (3905 eftir)

Ein af aðalfréttum dagsins snerist um siglingu Gretu Thunberg með skútu frá Bretlandi til Bandaríkjanna þar sem hún mun ávarpa loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Hún lagði í hann í dag og þeir sem hafa áhuga geta fylgst hér með ferð hennar, dag frá degi. Greta á von á því að verða sjóveik á leiðinni en segist ekki setja það fyrir sig. Hún hefur meiri áhyggjur af framtíð jarðarinnar en þeim óþægindum sem bíða hennar á Atlantshafinu.

Sigling Gretu vekur upp margháttaðar hugleiðingar. Ég hef stundum spurt sjálfan mig að því hvenær flugferðir, eins og við þekkjum þær, verði aflagðar í þágu loftlagsins, eða (svo horft sé skemmra fram í tímann) hvenær verðlagning flugferða verður í samræmi við umhverfisáhrifin. Er kannski fyrirsjáanlegt að stór seglfarþegaskip leysi flugvélarnar af hólmi?

En um daginn sá ég merkilega frétt um rafknúna farþegaflugvél sem fékk mig til að endurskoða hug minn örlítið. Vélin sem hér um ræður tekur að minnsta kosti 10 farþega, hún á að geta flogið 1000 kílómetra án þess að lenda og ku verða mun ódýrari í rekstri en sambærilegar flugvélar sem knúnar eru með eldsneyti. Er verið að taka þarna spor í rétta átt? Hér fyrir neðan má fræðast um þetta áhugaverða verkefni.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s