Það lá úrklippa úr Morgunblaðinu á morgunverðarborðinu hans pabba í morgun. Þar var reyndar líka að finna brauð, tómata, baunaspírur, salat, ost, smjör og ávaxtasafa. Á meðan við gæddum okkur á því síðarnefnda spjölluðum við um það fyrrnefnda; viðtal við mann á nítræðisaldri sem var nýbúinn að kaupa sér sinn annan rafmagnsbíl. Pabbi hafði klippt … Halda áfram að lesa 24 (3976 eftir)
23 (3977 eftir)
Ég tek þær inn til skiptis, góður fréttirnar af aðgerðum og nýjum möguleikum í loftlags- og menungarmálum, og slæmu fréttirnar um þær afleiðingar sem brölt okkar mannanna er búið að (og mun) hafa á hitastig á jörðinni, súrnun sjávar, dauða heilu dýrategundanna og ... Í dag las ég frétt um nýtt samstarf íslenskra stjórnvalda og … Halda áfram að lesa 23 (3977 eftir)
22 (3978 eftir)
Nýi umhverfisflokkurinn, sem vinur minn rithöfundurinn hyggst stofna, mun væntanlega hafa mun róttækari stefnuskrá í umhverfismálum en Vinstri Grænir. Hann mun hugsanlega taka mið af stefnu Græningjanna í Þýskalandi en einhver mestu tíðindin í úrslitum kosninga til Evrópuþingsins um helgina var góð niðurstaða þeirra (og sumra systurflokka þeirra í öðrum löndum). Flokkur Græningja í Þýskalandi … Halda áfram að lesa 22 (3978 eftir)
19 (3981 eftir)
Líklega gerðu rappararnir á Austurvelli gæfumuninn en slagorðin höfðu líka sín áhrif á það að hádegislúrinn hans Múla Björvins var stuttur í annan endann. Við félagarnir vorum mættir á stéttina við Hallgrímskirkju laust fyrir klukkan tólf til að taka þátt í alþjóðlega loftlagsverkfallinu. Drjúgur hópur barna og unglinga með kröfuspjöld stóð á víð og dreif … Halda áfram að lesa 19 (3981 eftir)
18 (3982 eftir)
Við pöntuðum okkur báðir steinbít, vinur minn rithöfundurinn og ég, þegar við snæddum saman hádegisverð í vikunni. Þjóninn spurði hvort við vildum sjá vínseðilinn en við sögðumst báðir bara vilja vatn. Fiskurinn bragðaðist vel, við gátum ekki fundið að í honum leyndist neinar plastagnir en vissum þó báðir að þær væru líklega á þessum einfalda … Halda áfram að lesa 18 (3982 eftir)
17 (3983 eftir)
CarbFix aðferðin við að dæla CO 2 úr Hellisheiðavirkjun niður í jarðlögin á Hellisheiði er nú kynnt í auglýsingum frá Orku náttúrunnar með slagorðinu: Við breytum gasi í grjót. Ég vakti athygli á því hér um daginn að búnaðurinn sem þarna er notaður er þó ekki að dæla niður nema um þriðjungi af útblæstri virkjunarinnar. … Halda áfram að lesa 17 (3983 eftir)
16 (3984 eftir)
Klukkan var ekki orðin 9 í morgun þegar starfsmaður Sölufélags garðyrkjubænda var búinn að svara fyrirspurn minni frá því í gærkvöldi um hvort plastpökkun á agúrkum væri algjörlega nauðsynleg, Í svarinu, sem var einstaklega alúðlegt, ítarlegt og vel stílað (kannski standard svar sent viðskiptavinum eins og mér?) sagði meðal annars: "Helsta ástæða þess að grænmetinu … Halda áfram að lesa 16 (3984 eftir)
15 (3985 eftir)
Tvær vikur eru nú liðnar frá því að ég ákvað að leggja umhverfinu mitt litla lið. Árangurinn er ekki merkilegur. Ég hef tekið af sjálfum mér nokkur brothætt loforð og svo hef ég fengið nokkrar ágætar hugmyndir (og aðrar síðri). Byrjum á loforðunum: a) Ég hóf 11 ára nautakjötsbindindi mánudaginn 6. maí. Það hafði ég … Halda áfram að lesa 15 (3985 eftir)
12 (3988 eftir)
Varúð: Færsla dagsins hefst á hugleiðingu um hundaskít og endar á hugleiðingu um söl. Það er ekki til fyrirmyndar að hunda(skíts)pokarnir okkar eru og hafa ætíð verið úr plasti. Týr er búinn að gera stykkin sín á okkar vegum í 9 ár, það þýðir að um 6.570 hundapokar hafa farið í ruslið, hver og einn … Halda áfram að lesa 12 (3988 eftir)
11 (3989 eftir)
Ágætur kunningi minn birti í morgun þarfa hugleiðingu á netinu um hve ófrjótt það er að ráðast á brýn úrlausnarefni í umhverfismálum úr pólitískum skotgröfum. Hann er ósammála þeim sem fullyrða að eina leiðin til að snúa við óhóflegri neyslu, sóun og mengun sé að strauja yfir kapítalismann á jörðinni (svolítið eins og þegar maður … Halda áfram að lesa 11 (3989 eftir)