8 (3992 eftir)

Þá er helgin að baki og þó að ég hafi látið dagbókarskrifin vera þá hélt ég áfram að velta fyrir mér stóru spurningunni: Er ég tilbúinn að draga verulega úr flugferðum mínum um heiminn næsta áratug, náttúrunni og væntanlega mannkyninu til hagsbóta?

Valgerður sendi mér ábendingu um að vanhugsaða pylsuátið mitt á miðvikudag (sem ég flokkaði ósjálfrátt sem kindakjötsneyslu) væri hugsanlega enn afdrifaríkara fyrir umhverfið en nautakjötsátið sem ég hafði lofað sjálfum mér að hætta alfarið. Samkvæmt danskri rannsókn veldur framleiðsla á einu kílói af kindakjöti 50% meiri CO 2 megun en framleiðsla á nautakjöti. En svo eru aðrar rannsóknir sem benda til hins gagnstæða. Þetta vakti mig vissulega til umhugsunar en það hafði enn meiri áhrif þegar mér bent á að óhóflegt kjötát á ársgrundvelli yrði aldrei eins mikill mengunarvaldur og flugferð frá Íslandi til Evrópu og aftur til baka.

Lærdómurinn er í sjálfu sér giska einfaldur: Listar um áhrif matavælaframleiðslu (mjólkurafurðir koma hér einnig við sögu) á hækkun meðalhita á jörðinni eru gjörólíkir listum yfir hvaða þættir í lífi venjulegs vestræns jarðarbúa hafa neikvæðustu áhrif á umhverfið. Róttækustu ákvarðanirnar sem ég get tekið til fækka kolefnissporum mínum eru líklega þessar: a) að eignast ekki fleiri börn, b) að ganga og hjóla í stað þess að nota bíl c) að fækka flugferðum mínum yfir lönd og höf d) að nota græna orkugjafa í daglegu lífi e) að aka um á rafmagnsbíl. Breytt mataræði er sett í sjötta sætti yfir áhrifaríkustu þættina.

Af þeim fimm mögulegu skrefum í rétta átt sem þarna eru skilgreind eru flugferðirnar mikilvægastar á mínum tossalista. Ég er kominn úr barneign, er nýfluttur í göngu- og hjólafjarlægð frá vinnunni og á auk þess bíl sem gengur fyrir metani (sem myndi hvort eða er gufa upp af ruslahaugunum). Húsið mitt er hitað með heitu vatni og rafmagnið sem nýtist á heimilinu er (vonandi) búið til með vistvænum hætti. Ég ákvað því nú í morgunsárið að gera tvennt:

a) að fækka verulega flugferðum mínum um heiminn (þær hafa verið óhólflega margar á síðari árum). Markmið næstu tólf mánaða er ein ferð heiman og heim vegna vinnu og ein ferð heiman og heim í frí. Markmið næstu ára þar á eftir er að sameina þessar fjórar flugferðir í tvær.

b) að fá fólkið í kringum mig til að tengja flugvélar og CO 2 mengun saman með eins eðlilegum og sjálfvirkum hætti og við tengjum saman sígarettur og tóbaksreyk. Þessu er hér með komið á framfæri.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s